Símtöl
Hringt er úr farsímanum á venjulegan
hátt þegar höfuðtólið er tengt við
hann.
ÍSLENSKA
Til að hringja aftur í númerið sem
síðast var hringt í (ef farsíminn styður
þennan möguleika með höfuðtóli)
er ýtt tvisvar á svartakkann þegar
ekkert símtal er í gangi.
Til að gera raddhringingu virka
(ef síminn styður þennan möguleika
með höfuðtólinu) er svartakkanum
haldið inni í um tvær sekúndur þegar
ekkert símtal er í gangi. Farðu eftir
leiðbeiningunum í notendahandbók
farsímans.
Ýtt er á svartakkann til að svara
símtali eða leggja á. Símtali er
hafnað með því að ýta tvisvar
sinnum á þennan takka.
Til að flytja símtal úr höfuðtólinu yfir
í samhæfan farsíma er svartakkanum
haldið niðri í um 2 sekúndur eða
slökkt á höfuðtólinu. Til að flytja
símtalið aftur í höfuðtólið er
svartakkanum haldið niðri í um
2 sekúndur eða kveikt á höfuðtólinu.