Hlustað á tónlist
Til að hlusta á tónlist skaltu
tengja höfuðtólið við samhæfan
tónlistarspilara sem styður A2DP
Bluetooth sniðið.
Það hvaða valkosti er hægt að velja
fer eftir tónlistarspilaranum.
Ef þú hringir eða svarar símtali meðan
þú hlustar á tónlist er hlé gert á spilun
hennar þar til lagt er á.
Viðvörun: Hlusta skal
á tónlist með hæfilegum
hljóðstyrk. Stöðug áraun af
háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Lag er spilað með því að velja það
í tónlistarspilaranum og ýta
á spilunartakkann.
Ýtt er á spilunartakkann til að gera
hlé á tónlist eða halda spilun hennar
áfram. Spilunin er stöðvuð með því
að ýta á spilunartakkann.
ÍSLENSKA
Til að velja næsta lag á meðan spilun
fer fram skaltu ýta á takkann til að
spóla áfram. Ýttu tvisvar á takkann til
að spóla til baka til að velja fyrra lag.
Fljótleg leið til að spóla í gegnum
lagið er að halda öðrum hvorum
takkanum inni.